Um okkur

Plötubúðin.is er plötubúð sem fór í loftið eingöngu sem netverslun með hljómplötur sem í febrúar 2020. Í maí 2021 opnuðum við einnig verslun í Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði. Sjá opnunartíma hér.

Plötubúðin.is er með það markmið að bjóða upp á gott úrval og sanngjörn verð ásamt því að vera notendavæn fyrir viðskiptavini.
Markmið okkar er að uppsetning verslunarinnar sé ekki ósvipuð uppsetningu gömlu góðu plötubúðarinnar þar sem skipulagið er gott og auðvelt er að finna það sem leitað er að en um leið uppgötvað nýjar perlur.

Þegar þú pantar hjá okkur getur þú reiknað með að við afgreiðum pöntunina þína hratt og vel. Þú getur valið um að fá vöruna senda með Póstinum eða Dropp sem bíður uppá marga afhendingarstaði.

Við erum stöðugt að bæta úrvalið og fáum sendingar með áfyllingu og nýjum vörum oft í hverri viku.

Plötubúðin.is er rekin af:
Fyrsta upplag ehf.
kt. 500914-0920
Trönuhraun 6
220 Hafnarfjörður

Sími 559-9220