Skilmálar um vöruskil
Vöruskil:
Hægt er að skila vörum innan 30 daga frá pöntun (gildir ekki um útsöluvörur). Eingöngu er tekið við vörum sem eru enn innsiglaðar og óskemmdar.
Viðskiptavinur þarf að greiða sendingarkostnað eða koma til okkar með vöruna. Gefin er út inneignarnóta fyrir vöruskilum. Aðeins er gefin út inneign fyrir andvirði vöru, sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur við vöruskil.
Kvartanir / Gallaðar vörur:
Ef þú fékkst gallaða vöru þá hvetjum við þig til að hafa samband strax og við leysum málið í sameiningu. Ef við getum ekki útvegað nýtt eintak af sömu vöru þá endurgreiðum við vöruna að fullu, ásamt sendingarkostnaði þegar um gallaða vöru er að ræða.