Skilmálar um notaðar plötur

Allar notaðar vínyl plötur til sölu á Plötubúðin.is er yfirfarnar, þrifnar, gæðamerktar og myndaðar áður en þær eru skráðar á síðuna. Þær myndir sem þú sérð við notaða plötu er af þeirri plötu sem er til sölu.

Notuðum plötum er gefin einkun eftir bestu getu sem byggir á hinu þekkta „Goldmine Standard“. Þar sem ástand platna helst ekki alltaf í hendur við ástand umslaga höfum við tileinkað okkur þá aðferð lýsa gæðum hvorutveggja.

Hér má sjá lýsingu á gæðaflokkun notaðra platna:

Mint
Algjörlega óspiluð og innsigluð plata. Umslag merkt Mint skal vera í plasti og alveg heilt.
Það er augljóslega ekki mikið af plötum með þessu merki undir notuðum plötum.

NM (Near Mint)
Platan hefur verið tekin úr plasti og mögulega handleikin en skal líta út fyrir að vera óspiluð. Umslag merkt NM skal vera nánast fullkomið. Lítil sem engin ummerki um notkun.

VG+ (Very Good Plus)
Þessi plata er mjög hrein og fín. Það mega vera hárfínar rispur á plötunni. Suð og smellir ættu að vera nánast engir. Umslag hefur ummerki um aldur en almennt góða meðhöndlun. Smávægilegar beyglur á umslagi eða örfínar rifur. Þá geta einnig verið göt eða skorin horn eða álíka merki sem oft voru notuð á árum áður á útsölum í verslunum.

VG (Very Good)
Þessi plata spilast mjög vel án vandræða en hefur augljós merki um spilun og sjáanlegar rispur eða slit. Suð og smellir munu heyrast í spilun en mun ekki yfirgnæfa tónlistina. Umslag getur verið merkt fyrri eiganda, með límmiða eða smávægilegar skemmdir en ætti þó ekki að hafa alla þessa galla í einu.

Good og Good Plus (G og G+)
Plata í G+ flokki mun spilast í gegn án þess að hoppa. Suð og smellir verða áberandi og rispur og slit verða enn sjáanlegri hér en í gæðaflokk hér að ofan. Umslag er líklega mjög lifað og má vera límt saman.

Poor (P), Fair (F)
Við eigum ekki von á að vera með plötur í þessum gæðaflokki til sölu enda lítið skemmtilegt að selja plötur sem spilast ekki í gegn án vandræða.

 

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar við kaup á notuðum plötum á Plötubúðin.is

Við kaupum notaðar plötur. Stór sem smá plötusöfn. Smelltu hér til að senda okkur upplýsingar.