Skilmálar

Upplýsingar um seljanda:
Fyrsta upplag ehf.
Trönuhraun 6
220 Hafnarfjörður
Kennitala 500914-0920
VSK númer 117983
Sími: 559-9220

Við áskiljum okkur rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga eða að hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Greiðslur:
Við tökum við greiðslum með Visa og Mastercard í gegnum greiðslusíðu Verifone (færsluhirðir er Landsbankinn) sem er hröð og örugg greiðsluleið.

Þá er einnig hægt að greiða fyrir vörur með Netgíró og Pei. Hjá Netgíró og Pei er boðið upp á greiðsluseðil með greiðslufrest og einnig að dreifa greiðslum.

Kynntu þér skilmála Netgíró og Pei um lántökugjöld, vexti og seðilgjöld.

Afhending:
Plötubúðin.is er plötubúð sem leggur áherslu á að reka framúrskarandi netverslun með góðu úrvali og bjóða upp á fljótlegar og þægilegar afhendingarleiðir.

Við höfum nú opnað verslun í Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði. Opnunartími þar er frá kl. 11:00 - 18:00 virka daga og 12:00 - 17:00 á laugardögum.
Við sendum pantanir með Íslandspósti um allt land og Dropp á höfuðborgarsvæðinu. Dropp er með afhendingarstaði á N1 og World Class stöðvum og verður afhendingartími því mjög sveigjanlegur. Þá er Dropp einnig að færa út kvíarnar á landsbyggðinni og erum við byrjuð að bjóða upp á það.

Við sendum allar plötur í vönduðum umbúðum sem eru sérhannaðar til sendingar á vínyl og geisladiskum til að tryggja að þær skili sér heilar til viðskiptavina. 

Við leggjum metnað í að afgreiða pantanir hratt og örugglega og afgreiðum allar pantanir samdægurs sem berast fyrir kl 12:00 virka daga. Berist pöntun eftir kl: 12:00 munum við afgreiða hana næsta virka dag. Þó eru undantekningar þar sem hægt er að afgreiða pantanir eftir kl. 12:00 t.d. ef tímarammi þjónustuaðila okkar, Dropp og Íslandspósts lengist.

Pantanir sóttar í verslun má sækja um leið og pöntun er kláruð, á opnunartíma verslunar.

A.t.h. að einstaka daga getur afhending tafist, t.d. af óviðráðanlegum ástæðum, álag í kringum stóra útsöludaga og jól.

Kaupandi hefur rétt á að hætta við pöntun ef svo ólíklega vill til að afgreiðsla tefst umfram það sem telst eðlilegt.

Notaðar plötur:
Allar notaðar vínyl plötur til sölu á Plötubúðin.is er yfirfarnar, þrifnar, gæðamerktar og myndaðar áður en þær eru skráðar á síðuna. Þær myndir sem þú sérð við notaða plötu er af þeirri plötu sem er til sölu.

Notuðum plötum er gefin einkun eftir bestu getu sem byggir á hinu þekkta „Goldmine Standard“. Þar sem ástand platna helst ekki alltaf í hendur við ástand umslaga höfum við tileinkað okkur þá aðferð lýsa gæðum hvorutveggja.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar við kaup á notuðum plötum á Plötubúðin.is

Hér má sjá lýsingu á gæðaflokkun notaðra platna:

Mint
Algjörlega óspiluð og innsigluð plata. Umslag merkt Mint skal vera í plasti og alveg heilt.
Það er augljóslega ekki mikið af plötum með þessu merki undir notuðum plötum.

NM (Near Mint)
Platan hefur verið tekin úr plasti og mögulega handleikin en skal líta út fyrir að vera óspiluð. Umslag merkt NM skal vera nánast fullkomið. Lítil sem engin ummerki um notkun.

VG+ (Very Good Plus)
Þessi plata er mjög hrein og fín. Það mega vera hárfínar rispur á plötunni. Suð og smellir ættu að vera nánast engir. Umslag hefur ummerki um aldur en almennt góða meðhöndlun. Smávægilegar beyglur á umslagi eða örfínar rifur. Þá geta einnig verið göt eða skorin horn eða álíka merki sem oft voru notuð á árum áður á útsölum í verslunum.

VG (Very Good)
Þessi plata spilast mjög vel án vandræða en hefur augljós merki um spilun og sjáanlegar rispur eða slit. Suð og smellir munu heyrast í spilun en mun ekki yfirgnæfa tónlistina. Umslag getur verið merkt fyrri eiganda, með límmiða eða smávægilegar skemmdir en ætti þó ekki að hafa alla þessa galla í einu.

Good og Good Plus (G og G+)
Plata í G+ flokki mun spilast í gegn án þess að hoppa. Suð og smellir verða áberandi og rispur og slit verða enn sjáanlegri hér en í gæðaflokk hér að ofan. Umslag er líklega mjög lifað og má vera límt saman.

Poor (P), Fair (F)
Við eigum ekki von á að vera með plötur í þessum gæðaflokki til sölu enda lítið skemmtilegt að selja plötur sem spilast ekki í gegn án vandræða.

Upplýsingar viðskiptavina:
Þegar viðskiptavinir ganga frá pöntun fyllir viðskiptavinur út upplýsingar með pöntuninni. Nafn, heimilisfang, netfang, sími o.þ.h. Við staðfestingu pöntunar samþykkir viðskiptavinur að við geymum viðkomandi upplýsingar í gagnagrunn okkar. Plötubúðin.is fer með allar slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál og mun undir engum kringumstæðum selja þær til þriðja aðila.

Pöntun fæst ekki afhent til viðskiptavinar:
Ef pöntun skilar sér ekki til viðskiptavinar vegna sinnuleysis eða rangra upplýsinga af hans hálfu og endursendist til okkar fæst eingöngu andvirði vörunnar endurgreitt að frádregnum kostnaði þ.m.t. endursendingarkostnaður og geymslugjöld sem innheimt eru af þriðja aðila.

Vöruskil:
Hægt er að skila vörum innan 30 daga frá pöntun (gildir ekki um útsöluvörur). Eingöngu er tekið við vörum sem eru enn innsiglaðar og óskemmdar.
Viðskiptavinur þarf að greiða sendingarkostnað eða koma til okkar með vöruna. Gefin er út inneignarnóta fyrir vöruskilum. Aðeins er gefin út inneign fyrir andvirði vöru, sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur við vöruskil.

Inneignarnótur og gjafakort:
Inneignarnótur og gjafakort eru ekkert annað en peningar. Við lítum ekki svo á að það sé gjaldmiðill sem renni út. Á meðan verslunin starfar tökum við að sjálfsögðu við útgefnum inneignarnótum og gjafakortum. Glötuð inneignarnóta/gjafakort lítum við þó á sem glatað fé.

Kvartanir / Gallaðar vörur:
Ef þú fékkst gallaða vöru þá hvetjum við þig til að hafa samband strax og við leysum málið í sameiningu. Ef við getum ekki útvegað nýtt eintak af sömu vöru þá endurgreiðum við pöntunina að fullu, ásamt sendingarkostnaði þegar um gallaða vöru er að ræða.

Trúnaður (Öryggisskilmálar):
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur um hann skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aðrar spurningar:
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir þá ekki hika við að hafa samband í gegnum tölvupóst á verslun (at) plotubudin.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.