Afhending

Afhending:
Plötubúðin.is er eingöngu vefverslun og sendum við pantanir með Íslandspósti. Þó er í boði að sækja pantanir á lager okkar í Hafnarfirði en bendum á að tímaramminn er uppgefinn hér að neðan.
Við sendum allar plötur í vönduðum umbúðum sem eru sérhannaðar til sendingar á vínyl og geisladiskum til að tryggja að þær skili sér heilar til viðskiptavina. 

Unnið er að því að bæta við afhendingarleiðum og munum við auglýsa það þegar tilefni er til.
Við leggjum metnað í að afgreiða pantanir hratt og örugglega og kappkostum við að afgreiða allar pantanir samdægurs sem berast fyrir kl 14:00 virka daga. Berist pöntun eftir kl: 14:00 munum við afgreiða hana næsta virka dag.

Kaupandi hefur rétt á að hætta við pöntun ef svo ólíklega vill til að afgreiðsla tefst umfram það sem telst eðlilegt.

Sendingarkostnaður:

 

Sótt á lager okkar í Hafnarfirði
(milli kl. 12:30 - 15:30 virka daga)

Frítt

Þegar þér hentar

Hraðsending - Keyrt út milli 11:00 - 15:00. Eingöngu í boði á Höfuðborgarsvæðinu.

1000 kr.

Samdægurs ef pantað fyrir kl. 13:00

Pakki á pósthús - Pósturinn

Frítt tímabundið (áður 550 kr.)

Berst á 1-2 virkum dögum

Pakki heim - Pósturinn
Frítt tímabundið 
(áður 850 kr.)
Berst á 1-2 virkum dögum
Pakki í Póstbox - Pósturinn
Frítt tímabundið (áður 700 kr.)
Berst á 1-2 virkum dögum

 

Sóttar pantanir:

Óski viðskiptavinur eftir því að sækja pöntun á lager okkar að Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði, er hægt að gera það á á virkum dögum milli kl. 12:30 - 15:30.

Upplýsingar viðskiptavinar:
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar svo pöntun komist til skila.

Pöntun fæst ekki afhent til viðskiptavinar:
Ef pöntun skilar sér ekki til viðskiptavinar vegna sinnuleysis af hans hálfu og endursendist til okkar fæst eingöngu andvirði vörunnar endurgreitt að frádregnum kostnaði þ.m.t. endursendingarkostnaður og geymslugjöld sem innheimt eru af þriðja aðila.