Afhending

Afhending:
Plötubúðin.is er eingöngu vefverslun og sendum við pantanir með Íslandspósti um allt land og Dropp á höfuðborgarsvæðinu. Dropp er með 11 afhendingarstaði í þjónustuveri Kringlunnar og á völdum N1 stöðvum og verður afhendingartími því mjög sveigjanlegur.

Við sendum allar plötur í vönduðum umbúðum sem eru sérhannaðar til sendingar á vínyl og geisladiskum til að tryggja að þær skili sér heilar til viðskiptavina. 

Við leggjum metnað í að afgreiða pantanir hratt og örugglega og afgreiðum allar pantanir samdægurs sem berast fyrir kl 12:00 virka daga. Berist pöntun eftir kl: 12:00, eða um helgi, munum við afgreiða hana næsta virka dag. Þó eru undantekningar þar sem hægt er að afgreiða pantanir eftir kl. 12:00 t.d. ef tímarammi þjónustuaðila okkar, Dropp og Íslandspósts lengist.

Kaupandi hefur rétt á að hætta við pöntun ef svo ólíklega vill til að afgreiðsla tefst umfram það sem telst eðlilegt.

Sendingarkostnaður:

Afhendingarleið

Kostnaður

Afhendingartími

Afhending á höfuðborgarsvæðinu á þjónustustöðum Dropp

Frítt

Samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12:00

Pakki á pósthús - Pósturinn

500 kr.

Berst á 1-2 virkum dögum

Pakki heim - Pósturinn
650 kr.
Berst á 1-2 virkum dögum
Pakki í Póstbox - Pósturinn
500 kr.

Berst á 1-2 virkum dögum


Við fellum niður sendingarkostnað ef pantað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Dropp:

Þegar viðskiptavinir velja Dropp sem afhendingarleið fær viðskiptavinur staðfestingarpóst frá okkur þegar við höfum afgreitt pöntunina. Eftir það ferli mun Dropp senda uppfærslur á stöðu sendingar þegar þeir hafa móttekið sendinguna og komið henni á afhendingarstað.

Afhendingarstaðir eru stöðugt að aukast en í dag eru eftirtaldir staðir í boði:

 • N1 Hringbraut
 • N1 Ártúnshöfða
 • N1 Lækjargötu í Hafnarfirði
 • N1 Háholti
 • N1 Borgartúni
 • N1 Fossvogi
 • N1 Skógarseli
 • Kringlan þjónustuver
 • World Class Laugum
 • World Class Seltjarnarnesi
 • World Class Tjarnarvöllum

Þegar þú gengur frá pöntun mun kerfið bjóða þér upp á 5 afhendingarstaði sem eru næstir heimilisfangi þínu. Ef sá staður sem hentar þér best að sækja á birtist ekki, t.d. afhendingarstaður nálægt vinnu í stað heimilis, getur þú breytt heimilisfangi þínu í greiðsluferli til að hafa áhrif á þá afhendingarstaði sem birtast.

Almennir frídagar:

Afgreiðsla pantana fer ekki fram á almennum frídögum og helgum enda eru pósthús lokuð á þeim dögum. Þá er ekki hægt að sækja hjá okkur á þeim dögum heldur fer afgreiðsla pantana fram næsta virka dag.

1. maí: Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.

21. maí (Uppstigningardagur): Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.

1. júní (Annar í Hvítasunnu): Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.

17. júní (Þjóðhátíðardagur): Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.

3. ágúst (Frídagur verslunarmanna): Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.

Útlönd:

Við sendum erlendis til eftirtaldra landa:

Bandaríkin
Belgía
Bretland
Danmörk
Finnland
Frakkland
Hollan
Írland
Kanada
Kína
Noregur
Svíþjóð
Þýskaland


Ath. að við sendum frá Íslandi svo að mismunandi er eftir löndum hvort greiða þurfi aðflutningsgjöld af pökkum frá Íslandi.

Upplýsingar viðskiptavinar:
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar svo pöntun komist til skila.

Pöntun fæst ekki afhent til viðskiptavinar:
Ef pöntun skilar sér ekki til viðskiptavinar vegna sinnuleysis af hans hálfu og endursendist til okkar fæst eingöngu andvirði vörunnar endurgreitt að frádregnum kostnaði þ.m.t. endursendingarkostnaður og geymslugjöld sem innheimt eru af þriðja aðila.