Afhending
Þú hefur val um að sækja í verslun okkar í Hafnarfirði, fá sent með Póstinum eða Dropp.
Sjá opnunartíma verslunar hér.
Plötubúðin.is er plötubúð sem leggur áherslu á að reka framúrskarandi netverslun með góðu úrvali og bjóða upp á fljótlegar og þægilegar afhendingarleiðir.
Við sendum pantanir með Íslandspósti og Dropp á fjölda afhendingarstaða um allt land.
Við sendum allar plötur í vönduðum umbúðum sem eru sérhannaðar til sendingar á vínyl og geisladiskum til að tryggja að þær skili sér heilar til viðskiptavina.
Við leggjum metnað í að afgreiða netpantanir hratt og örugglega. Sótt í verslun pantanir eru alltaf afgreiddar jafn óðum á opnunartíma verslunarinnar. Pantanir sem skal senda með Dropp eða Póstinum og berast fyrir kl. 12:00 er pakkað samdægurs. Þó eru undantekningar þar sem hægt er að afgreiða pantanir eftir kl. 12:00 t.d. ef tímarammi þjónustuaðila okkar, Dropp og Íslandspósts lengist.
A.t.h. að einstaka daga getur afhending tafist, t.d. af óviðráðanlegum ástæðum, álag í kringum stóra útsöludaga og jól.
Kaupandi hefur rétt á að hætta við pöntun ef svo ólíklega vill til að afgreiðsla tefst umfram það sem telst eðlilegt.
Sendingarkostnaður:
Það er alltaf frítt að sækja í verslun!
Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á hagkvæman sendingarkostnað. Sendingarkostnaður er breytilegur eftir hvar á landinu þú ert. Þegar þú setur vörur í körfu og heldur áfram með pöntun mun sendingarkostnaður birtast eftir að þú hefur sett inn heimilisfang þitt.
Almennir frídagar:
Afgreiðsla netpantana fer ekki fram á almennum frídögum og helgum enda eru pósthús lokuð á þeim dögum. Þá er ekki hægt að sækja hjá okkur á þeim dögum heldur fer afgreiðsla pantana fram næsta virka dag nema að opnunartími sé auglýstur á almennum frídögum. Netpantanir sóttar í verslun eru þó alltaf afgreiddar á opnunartíma verslunar.
14. - 18. mars: Páskar. Netpantanir sem berast um páska og eiga að sendast með Póstinum eða Dropp verða afgreiddar þriðjudaginn 19. apríl. Pantanir sóttar í verslun má nálgast á opnunartíma verslunarinnar um páskana. Kynntu þér auglýstan opnunartíma okkar yfir páska.
25. apríl (Sumardagurinn fyrsti): Hægt að sækja í verslun okkar á opnunartíma. Netpantanir sem sendar eru með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
1. maí: Lokað í verslun og ekki hægt að sækja þar. Netpantanir sendar með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
9. maí (Uppstigningardagur): Lokað í verslun og ekki hægt að sækja þar. Netpantanir sem sendar eru með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
20. maí (Annar í Hvítasunnu): Hægt að sækja í verslun okkar á opnunartíma. Netpantanir sem sendar eru með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
17. júní (Þjóðhátíðardagur): Ekki hægt að sækja í verslun okkar, lokað. Netpantanir sem sendar eru með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
5. ágúst (Frídagur verslunarmanna): Ekki hægt að sækja í verslun okkar, lokað. Netpantanir sem sendar eru með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
24. desember (aðfangadagur): Hægt að sækja í verslun okkar á opnunartíma. Netpantanir sem sendar eru með Póstinum eða Dropp eru afgreiddar næsta virka dag.
25. desember (jóladagur): Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.
26. desember (annar í jólum): Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.
31. desember: Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.
1. janúar: Ekki hægt að sækja, pantanir í póst sendast næsta virka dag.
Útlönd:
Við sendum erlendis til eftirtaldra landa:
Bandaríkin |
Belgía |
Bretland |
Danmörk |
Finnland |
Frakkland |
Hollan |
Írland |
Kanada |
Kína |
Noregur |
Svíþjóð |
Þýskaland |
Ath. að við sendum frá Íslandi svo að mismunandi er eftir löndum hvort greiða þurfi aðflutningsgjöld af pökkum frá Íslandi.
Upplýsingar viðskiptavinar:
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar svo pöntun komist til skila.
Pöntun fæst ekki afhent til viðskiptavinar:
Ef pöntun skilar sér ekki til viðskiptavinar vegna sinnuleysis af hans hálfu og endursendist til okkar fæst eingöngu andvirði vörunnar endurgreitt að frádregnum kostnaði þ.m.t. endursendingarkostnaður og geymslugjöld sem innheimt eru af þriðja aðila.