Plötuklúbburinn

Safnaðu inneign þegar þú verslar!

Svona virkar Plötuklúbburinn:

Þegar þú verslar á Plötubúðin.is færðu 5% af kaupverðinu í inneign sem þú getur svo notað við næstu kaup eða safnað áfram.

Allir sem hafa verslað á Plötubúðin.is eru skráðir í Plötuklúbbinn. Við mælum með að nota alltaf sama netfang þegar pantað er til að safna inneign.

Til að nota inneignina þína, þarftu að passa að skrá þig inn áður en þú ferð í greiðsluferlið í stað þess að klára greiðsluferlið sem gestur. Þá mun valmöguleikinn birtast að nota inneignina þína, sem og að með því að vera innskráður getur þú fylgst með inneignarstöðunni þinni, skoðað pöntunarsöguna og fleira. Þá flýtir það einnig fyrir pöntunarferlinu með vistuðum upplýsingum um þig.

Þú getur einnig bæði safnað og notað inneignina í verslun okkar, þá þarftu bara að muna að láta skrá söluna á Plötuklúbbs aðganginn þinn.