Síðasta tækifæri að panta fyrir jól
Nú þegar nær dregur jólum er vert að fara yfir hvenær síðasta tækifæri er að panta til að fá afhent fyrir jól.
Afhendingartími er breytilegur eftir því hvert á land skal senda og hver flutningsaðili er. Hér má sjá lista eftir landshlutum og flutningsaðila.
Afhendingarstaður | Flutningsaðili | Frestur til að panta | Klukkan |
Sækja í verslun | Plötubúðin | 24. desember | 11:00 |
Höfuðborgarsvæðið | Pósturinn & Dropp | 23. desember | 12:00 |
Akureyri og Egilsstaðir | Pósturinn & Dropp | 22. desember | 12:00 |
Suðvesturhornið | Pósturinn & Dropp | 22. desember | 12:00 |
Aðrir landshlutar | Pósturinn & Dropp | 20. desember | 12:00 |
Þessar upplýsingar eru út frá þeim upplýsingum sem flutningsaðilar okkar gefa upp. Ekki er tekin ábyrgð á því ef sendingar tefjast fram yfir jól í höndum flutningsaðila og mælum við því með að panta tímanlega!