Einsöngvarakvartettinn - Einsöngvara-kvartettinn (Notuð plata VG)

Einsöngvarakvartettinn - Einsöngvara-kvartettinn (Notuð plata VG)

Einsöngvarakvartettinn - Einsöngvara-kvartettinn (Notuð plata VG)

1.900 kr
Eintök til á lager: 1

Ástand vínyls: Very Good (VG)
Ástand umslags: Very Good Plus (VG+)
Útgáfuland: Iceland  
Útgáfuár: 
1972
Útgefandi: SG-Hljómplötur
Tónlistartegund: Folk World & Country

Athugasemdir:

 

Upplýsingar um útgáfuna af Discogs:

Annað:

Í sjónvarpsþætti, sem ég hafði með að gera fyrir 3 árum, setti ég saman kvartett, sem skipaður var nokkrum kunnustu söngvurum okkar, þeim Magnúsi Jónssyni, Guðmundi Guðjónssyni, Guðmundi Jónssyni og Kristni Hallssyni. Söngur þessara frœgu fjórmenninga vakti mikla athygli og vaknaði fljótlega á eftir sú spurning, hvort ekki vœri hœgt að fá þá félaga til að syngja inn á plötu. Það reyndist ekki hægt, vegna þess að Guðmundur Guðjónsson var að hætta að syngja. Þó hugmyndinni vœri haldið vakandi með það í huga, að fá mann í stað Guðmundar, þá reyndist ekki mögulegt að láta verða af þessu fyrr en Sigurður Björnsson sá sér fœrt að dvelja í nokkra daga hér á landi frá miklum önnum við starf sitt við óperur í Þýzkalandi. Nokkurn tíma tók að velja lög á plötuna, því reynt var að forðast að taka fyrir lög úr sitt hverri áttinni, og þá þurfti líka að koma í veg fyrir að taka fyrir lög, sem aðrir íslenzkir kvartettar höfðu kynnt á plötum. Í þessari lagaleit kom fyrir tilviljun fram söngbókin Glaumbæjar-Grallarinn, sem þeir félagar Emil Thoroddsen og Magnús Ásgeirsson gáfu út fyrir þremur og hálfum áratug. Þarna voru lög, sem mörg hver urðu vinsæl á sínum tíma, en hafa sjaldan eða aldrei heyrst síðan. Í söngbók þessari eru flest lögin sœnsk, en ljóðin öll þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni. Kunnast hefur orðið Laugardagskvöld á Gili, sem MA-kvartettinn söng á plötu, er því sleppt hér. Önnur lög, sem flestir muna eftir er Ameríkubréf og Kvæði um einn kóngsins lausamann. Magnús Ingimarsson, sá fjölhœfi hljómlistarmaður, útsetti öll lögin og œfði kvartettinn. Koma hinir frábœru hœfileikar hans sem útsetjara hér vel í ljós, þar sem hann varð ekki aðeins að hafa í huga hina margslungnu raddsetningu, sem gerir kvartettsöng að góðum kvartettsöng, heldur og hitt, að gefa þessum skínandi góðu raddmönnum tækifœri til að láta gamminn einnig geysa sem einsöngvara. Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari, annast undirleik af sinni kunnu smekkvísi. Það fór eins með val á nafni á kvartettinn og lagavalið, það tók tíma og mikil heilabrot. Þegar mikill fjöldi nafna var kominn fram, var Einsöngvarakvartettinn samþykkt. Er það sannkallað réttnefni. Allir eru þeir félagar kunnir einsöngvarar og svo hitt, að ef til vill er meira um einsöng í þessum kvartett en nokkrum öðrum. Líklega á kvartett þessi aldrei eftir að syngja opinberlega, því verður að telja hljómplötu þessa einstaka, og þegar fram líða stundir, sögulega. Þess vegna er SG-hljómplötum það sérstakt ánægjuefni að hafa getað hrint þessu verki í framkvœmd. — Svavar Gests

 

A1. Í Fyrsta Sinn
A2. Fjórir Dvergar
A3. Dauðinn Nú Á Tímum
A4. Salómó Konungur
A5. Óþekkti Hermaðurinn
A6. Mansöngur
B1. Ameríkubréf
B2. Kvæði Um Einn Kóngsins Lausamann
B3. Ef Þú Elskar Annan Mann
B4. Laban Og Dætur Hans
B5. Stúfurinn Og Eldspýtan
B6. Raunir Bassans

 

Strikanúmer og önnur auðkenni:

 

Data provided by Discogs